Drupal & React þjálfun

Notar fyrirtækið þitt Drupal sem vefumsjónarkerfi? Við bjóðum upp á faglega Drupal þjálfun fyrir minni hópa með það að markmiði að auka þekkingu og færni í notkun kerfisins. Byrjaðu núna og bættu við kunnáttu þína.

Bættu við þína Drupal kunnáttu með sérsniðri Drupal þjálfun

Drupal er eitt vinsælasta vefkerfi í heimi og er oft notað fyrir stærri vefverkefni. Með Drupal er hægt að byggja flókinn hugbúnað og því er lykilatriði að forritararnir sem vinna við kerfið séu alltaf með nýjustu tækni á hreinu.Með þjálfun hjá 1xINTERNET fær starfsfólkið þitt möguleikann á að bæta við þekkingu á þeim sviðum sem uppá vantar.

drupal training office

Kostir Drupal þjálfunar

  • Dýpri skilningur á Drupal 8 eða Drupal 9
  • Betri yfirsýn og þægilegri stýring stafrænna verkefna
  • Dreifing efnis í gegnum nýjar rásir
  • Einkatímar þar sem hver þátttakandi vinnur á local þróunarumhverfi
  • Minni hópar

Fyrir hverja er Drupal þjálfunin okkar?

Drupal vinnustofurnar okkar eru ætlaðar forriturum og hugbúnaðarsérfræðingum sem hafa grunnþekkingu á PHP forritun og reynslu af HTML forritun.

Uppbygging þjálfunarinnar

Þjálfuninni er skipt upp í þrjá hluta. Hver hluti tekur einn til þrjá daga, allt eftir ykkar þörfum. Við bjóðum upp á þjálfanir á Drupal 8 og Drupal 9 og getum einnig sérsniðið þjálfunina að ykkur.

Er kominn tími til að læra á Drupal? Settu þig í samband við sérfræðingana okkar!

Hafa samband

Þau sem hafa sótt þjálfunina okkar hafa þetta að segja:

"Efnið eru uppsett á auðveldan hátt  og því gott að skilja og læra. Farið var ítarlega í efnið. Þjálfunin er skemmtileg og gott að læra hvernig er best að innleiða þetta á okkar vinnustað."

"Ef þú vilt læra á Drupal þá skaltu tala við 1xINTERNET, þetta eru alvöru sérfræðingar." 

"Drupal þarf þjálfun eins og þessa til að styðja við hraðan vöxt fyrirtækisins." 

Drupal training at 1xINTERNET

Innsýn í Drupal þjálfunina okkar

1. hluti: Uppsetning og vefsíðugerð

Lengd: 1-3 dagar

Í þessum hluta lærir þú allt um arkitektúr Drupal. Hér lærir þú hvaða einingar (e. modules) og sniðmát (e. templates) þú getur innleitt inn í vefverkefnið þitt á skilvirkan máta.

Dæmi um viðfangsefni sem tekin eru fyrir:
  • Uppsetning
  • Hvernig á að vinna með efni
  • Virkni Drupal 8/9
  • Sérsniðnar efnisgerðir
  • Fjöltyngd kerfi
  • Sérsniðin eyðublöð

2. hluti: Bakendaþróun

Lengd: 1-3 dagar

Í þessum hluta er áherslan lögð á þróun eininga og samþættingu við önnur kerfi. Bakendaþjálfun fer yfirleitt fram með raunverulegu sýnidæmi.

Einnig er möguleiki á sérsniðnu kennsluefni í þessum hluta: hvernig á að ná í efni úr vefþjónustu, sérsniðið leyfiskerfi, hvernig á að bregðast við breytingu á gögnum (e. data modification), o.s.frv.

Tækni sem farið er yfir:
  • PHP / Symfony
  • Drupal-API
  • REST

3. hluti: Framendaþróun

Lengd: 1-3 dagar

Í þessum hluta er hægt að fara yfir mismunandi tækni og tilvik, allt eftir þörfum fyrirtækisins.

Gefin eru ítarleg dæmi fyrir alla tækni og með þjálfaranum eru gerðar æfinga innleiðingar.

Tækni sem farið er yfir:
  • HTML5 / CSS3 / jQuery
  • Bootstrap
  • Twig
  • React

Algengar spurningar

Fleiri spurningar varðandi Drupal þjálfunina okkar?

Það er af ásettu ráði sem Drupal þjálfunin er haldin í minni hópum og yfirleitt eru hóparnir á bilinu 3-8 manns. Með þessu móti getum við náð sem mestum árangri og komið sem mestu til skila.

Hver og einn þátttakandi vinnur á local þróunarumhverfi og býr til fullbúna vefsíðu sem notar alla þætti Drupal 8 eða Drupal 9.

Við kennum þér á þínum vinnustað.

Já. Við getum líka boðið upp á Drupal þjálfanir sem eru sérstaklega lagaðar að ykkar markmiðum og þörfum. Hafðu samband við okkur til að fá frekari upplýsingar í gegnum info@1xinternet.de