1xINTERNET vinnur til Splash Awards verðlauna 2022

3 min.
The 1xINTERNET winning team at the Splash Awards Germany Austria 2022

Árleg verðlaunahátíð fyrir bestu Drupal verkefnin

Splash Awards verðlaunin eru veitt til þess að fagna framúrskarandi Drupal verkefnum, en þau eru eins og “Óskarsverðlaun” í Drupal heiminum. Þetta eru ein af fáum verðlaunum sem veitt eru fyrir Drupal verkefni í þýskumælandi löndum og þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki geti sýnt fram á sérfræðiþekkingu sína í gegnum þessi verðlaun. Árlega senda fjölmargar vefstofur verkefni sín inn fyrir dómnefnd sem tilnefnir svo þau bestu. Árið 2022 voru meira en 20 vefstofur sem alls sendu inn yfir 50 verkefni í keppnina um þessa eftirsóttu viðurkenningu.

Splash Awards verðlaunahátíðin hefur verið haldin í Hollandi síðan 2014 og í þýskumælandi löndum síðan 2017. Allt frá upphafi verðlaunanna höfum við hjá 1xINTERNET verið í toppbaráttunni með okkar verkefni og við erum stolt að halda því áfram þetta árið með verðlaun í bæði fyrsta og öðru sæti.

Víðtæk sérfræðiþekking á Drupal þróun

Viðurkenningin sem við fáum fyrir Splash Awards verðlaunin staðfestir víðtæka sérfræðiþekkingu okkar. Í gegnum árin höfum við fengið viðurkenningu fyrir störf okkar í sjö mismunandi flokkum og það hefur skilað sér í 7 verðlaunum fyrir fyrsta sæti og 3 verðlaunum fyrir annað sæti:

 

*Árið 2021 voru engin Splash Awards verðlaun veitt vegna heimsfaraldursins.

Velgengni okkar heldur áfram

Í von um að velgengni síðustu 5 ára myndi halda áfram, sendum við inn þrjú verkefni og fengum tilnefningu fyrir þau öll. Eftir tilnefningarnar biðum við óþreyjufull eftir verðlaunahátíðinni sem haldin var í Hamborg 10. nóvember síðastliðinn. Sex starfsmenn 1xINTERNET fóru til Hamborgar til að hitta ný og gömul andlit Drupal sérfræðinga, en viðburðurinn var haldinn í sérstaklega fallegu rými gestgjafans Factorial GmbH. Saman áttum við frábæra kvöldstund, spennan var í hámarki og flutt voru áhugaverð erindi.

Einnig sigursæl árið 2022

Og sigurvegarinn er: 1xINTERNET! Strax í byrjun kvöldsins var verkefni okkar fyrir Dr. Willmar Schwabe GmbH & Co. KG tilkynnt sem sigurvegari í flokknum “heilbrigðisþjónusta”. Við vorum hæstánægð að fá þann heiður að taka við verðlaunum frá Acquia en þau hafa lengi verið samstarfsaðili okkar. Innilegar hamingjuóskir og kærar þakkir frá okkur til teymisins hjá Schwabe og Acquia Inc.!

Schwabe innleiddi 1xINTERNET skalanlega fjölsíðulausn (e. scalable multi-site solution) byggða á Drupal á aðeins 3 mánuðum. Kerfið er hannað til að búa til allar vefsíður frá Schwabe og stjórna þeim sem og hýsa þær miðlægt. Vefsíðan er byggð á 1xDXP fjölsíðulausninni okkar, en þar er viðskiptavinurinn með eitt stjórnborð þar sem hægt er að stjórna öllum vefeiginleikum á þeim 16 mismunandi mörkuðum sem Schwabe vinnur á. Hvert og eitt vörumerki fær þó að njóta sín óháð öllum hinum. Þessi lausn uppfyllir einnig þarfir viðskiptavinarins um háar öryggiskröfur og að hægt sé að samþætta hana við lausnir frá þriðja aðila. Hönnunarkerfið var búið til með Storybook og miðlægt stjórnborð vefsíðnanna og hýsing þeirra er hjá Acquia Site Factory.

Ef þú vilt vita meira um þetta verkefni getur þú horft á myndbandið eða lesið um verkefnið á heimasíðu okkar.

1xINTERNET team at the Splash Awards 2022

Niðurstaða: Sú viðurkenning sem við fáum fyrir vel unnin störf gerir okkur ekki bara stolt heldur hvetur okkur til að setjast aftur við teikniborðið og takast á við önnur krefjandi og spennandi Drupal verkefni!

Skoðaðu hin verkefnin sem voru tilnefnd

Vefumsjónarkerfi

Unity Blog - Fjöltyngt blogg

Teaser Unity Blog

Unity blog er vinsælt, gagnvirkt blogg sem heyrir undir Unity Technologies, framleiðendur Unity tölvuleikjahugbúnaðarins. Unity vildu samstilla alla...

Fjölsíðukerfi, Hýsingarlausn

Umwelttechnik BW GmbH

Teaser UTBW

UTBW er ríkisstofnun sem starfar á sviði umhverfistækni og auðlindanýtingar. Stofnunin heldur úti mörgum vefsíðum og vildu stýra þeim öllum í einu...