Pizzu- og pastasigling á Bodenvatni og vinnustofa

Sumarið í Þýskalandi var frábært í ár. Bjórgarðarnir og sundlaugar voru vel sóttar og svæðið í kringum Bodenvatn var sannarlega vinsælt meðal náttúruunnenda sem vildu kæla sig niður. Það voru því margir sem nýttu sér þjónustu viðskiptavinar okkar, Bodensee Schiffsbetriebe (BSB). Þau bjóða upp á ferjuferðir sem og ýmsa viðburði í kringum Bodenvatn.

Vefsíða með miðasölu

Til þess að taka skref í áttina að stafrænni uppbreytingu höfum við unnið með markaðsteymi BSB síðustu ár að því að þróa vefsíðuna þeirra og innleiða miðasölukerfi. Nýja virknin gerir notendum kleift að kaupa miða í ferjuna, ársmiða, gjafabréf og margt fleira í gegnum netið. Virkni gömlu BSB vefverslunarinnar var gölluð og það var óskýrt hvernig átti að nota hana. Nýja kerfið er nútímalegt og skýrt og leiðir notandann áfram í gegnum ferlið.

Skoðaðu tímatöfluna hjá BSB!

Fulla ferð áfram - veltu síðasta árs náð í júní

Síðan í maí 2021 höfum við unnið að því að færa allar vörur inn í vefverslunina. Eftir COVID gátu Bodensee Schiffsbetriebe nýtt sér nýja virkni vefverslunarinnar til fulls. Þeim mun ánægjulegra var að heyra frá BSB í byrjun júní að velta ársins áður hafi þegar náðst með nýju vefversluninni. Þetta verður að teljast frábær árangur og stór áfangi, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að BSB tímabilið hefst í apríl og því lýkur í október.

Við fögnum velgengni

BSB teymið vildi fagna þessum áfanga og velgengi og buðu 1xINTERNET teyminu sem vann að síðunni í siglingu á Bodenvatni. Það þurfti svo sannarlega ekki að spyrja okkur tvisvar, hvað er skemmtilegra en að hitta ánægðan kúnna Sérstaklega þar sem sumarið var á enda og mörg okkar höfðu aldrei heimsótt Bodenvatn áður. Forritararnir okkar, sem sumir hverjir eru staðsettir á Spáni, flugu til Þýskalands. Við bókuðum hótel og lögðum af stað til Konstanz til að sjá og upplifa það sem við höfum þróað og hannað fyrir BSB.

Pizzu- og pasta sigling

Kvöldið sem við mættum hittum við BSB teymið. Mörg okkar voru að hittast í persónu í fyrsta skiptið þennan dag svo það var viss skemmtun að sjá hvernig allir líta út í alvöru, þar sem við hittumst alltaf á netfundum.

Hápunktur skoðunarferðarinnar var „Pizzu- og Pasta“ siglingin. Við tókum bátinn frá Konstanz, settum stefnuna á sólarlagið og nutum kvöldsins og borðuðum eins og við gátum í okkur látið af stóru pizzu- og pastahlaðborði á bátnum. Þar skiptumst við ekki bara á hugmyndum um nýjustu verkefnin heldur fengum við einnig tækifæri til að ræða saman á persónulegum nótum. Nokkrir af spænsku samstarfsfélögum okkar voru að koma til Þýskalands í fyrsta skipti og voru spenntir fyrir því að vera á Bodenvatni. Eftir nokkra diska af pizzu og pasta, fórum við aftur til Konstanz, þar sem við skriðum upp í rúm eftir kvöldgöngu og drykki.

Vinnustofa í Konstanz á skrifstofu BSB

Daginn eftir siglinguna var vinnustofa á skrifstofu Bodensee Schiffsbetriebe. Þar komu margar nýjar hugmyndir upp á borðið um það hvernig við gætum haldið þróun áfram og bætt síðuna í framhaldinu. Við ræddum einnig þær áskoranir sem við höfum tekist á við. Við enduðum heimsóknina okkar við Bodenvatn með hádegisverði og héldum svo aftur til Frankfurt.

The BSB Office with the BSB Online Marketing Team and 1xINTERNET Team

Afrakstur vinnunnar

Í þessari ferð sáum við í raun og veru að það sem við höfum þróað fyrir Bodensee Schiffsbetriebe skapar virðisauka fyrir þjónustuna sem þau bjóða upp á. Annars vegar tókst okkur að setja upp kerfi þar sem hægt er að bóka alla ferjumiða í gegnum netið og hins vegar kortlögðum við notendavegferð. Gestir Bodenvatns geta notað QR kóða á veggspjöldum í kringum vatnið sem beina þeim beint á vefsíðuna og bókunarferlið.

Lestu meira um BSB verkefnið og hvað við gerðum fyrir þau hér!

Vefverslanir

BSB - headless e-commerce

Skip á siglingu um Bodenvatn

Sérstilling og hámarksafköst með Drupal: notendamiðuð vefsíða með samþættu headless e-commerce kerfi til að auka sölu á netinu.

Niðurstaða: Við munum án efa heimsækja Konstanz aftur. Í ferðinni sáum við skýrt hvað það er mikilvægt að vera í beinu og persónulegu sambandi við viðskiptavini. Þannig getum við bætt okkur stöðugt. Við viljum þakka markaðsteyminu hjá BSB kærlega fyrir siglinguna og traustið. Við hlökkum til að vinna fleiri frábær verkefni með ykkur!

Skyldar bloggfærslur

News

Three nomination for the German and Austrian Splash Awards

1xINTERNET 3 nominations for Splash AWARDS

This year 1xINTERNET has three nominations for the German and Austria Splash awards taking place...

1xINTERNET with two Splash Awards!

1xINTERNET wins two Splash Awards

The German and Austrian Splash awards took place yesterday. The yearly event that was virtual this...