Lykilatriði í hönnunarsamstarfi

Ítarefni
Vefþróun

Hönnun er ferli sem felur í sér þróun skapandi lausna og úrlausn vandamála þar sem þarfir notandans eru í forgangi. Hönnuðir þurfa að skilgreina og búa til vörur sem eru notendavænar, auðvelda líf neytenda og leiða notendur í gegnum vefinn.

Sem hönnuðir þurfum við að geta greint vandamál og veitt viðskiptavinum okkar lausnir. Flestir viðskiptavinir koma til okkar með ákveðin vandamál eða þörf fyrir eitthvað sérstakt og sem hönnuðir leggjum við okkar af mörkum með hönnunarlausnum sem geta bætt þeirra þjónustu. Við verðum þó að átta okkur á því að við erum ekki ofurhetjur, við höfum ekki svör við öllu. Í þeim tilfellum kemur sér vel að vinna hönnunina í samstarfi við önnur teymi, þar sem við nýtum sérfræðiþekkingu okkar og forritunarteymisins á sviði notendaviðmótshönnunar og getum þannig fundið hentuga lausn sem inniheldur alla nauðsynlega virkni. Í þessum samstarfsferli deilum við hugmyndum okkar á milli, en við vitum að samvinna og samanlagðir kraftar okkar hjálpa okkur að finna viðeigandi lausnir á flóknum vandamálum.

Í þessari grein getur þú lesið um aðferðafræðina sem við höfum þróað hjá 1xINTERNET til að geta boðið viðskiptavinum okkar upp á hraðar, sveigjanlegar og “client-first” lausnir. Þessi samstarfsnálgun er algjört lykilatriði í þróun allra okkar lausna.

Collaborative design

Samstarf í hönnunarferlinu stuðlar að samskiptum

Samvinna og samskipti eru meginreglur verkflæðisins hjá 1xINTERNET. Hönnunarteymið er í stöðugum samskiptum við forritara, lausnaarkitekta (e. solution architects) og verkefnastjóra svo við getum boðið viðskiptavinum okkar upp á bestu lausnirnar. Góð samskipti og skilvirk vinnubrögð nýtast teymunum okkar sem og viðskiptavininum; tíminn nýtist betur þegar hægt er að forðast endurtekningu og áherslan er lögð á að þróa framúrskarandi lausnir.

Þegar hönnunin eru unnin í samstarfi við önnur teymi fáum við að sjá allan “lífsferil” verkefnis, þ.á.m. einhver vandamál sem kunna að koma upp hjá framendateyminu við innleiðingu hönnunarinnar. Sem hönnuðir er mjög mikilvægt að vera hluti af verkefninu á öllum stigum þess. Við getum lagað okkur að þörfum viðskiptavinarins og veitt lausnir á vandamálum sem koma upp þegar líður á verkefnið. Þegar við skilgreinum markmið verkefnisins og skiljum hvaða virkni eða ferla þarf að bæta, getum við boðið upp á viðeigandi lausnir.

Við verðum að hanna lausnir sem er ekki bara “flott að hafa”, heldur eiga þær að vera “must-have”, lausnir sem hafa nauðsynlega virkni til að bæta verkefni viðskiptavinarins.

Nauðsynleg skref í farsælu hönnunarsamstarfi

Öll teymi sett inn í verkefnið frá byrjun

Í upphafi verkefnisins (hugmyndavinna, rannsóknir, wireframing, o.s.frv.) er skjölum deilt með öllum meðlimum teymanna. Hönnunarteymið þarf að fá stöðuga endurgjöf (e. feedback), bæði frá viðskiptavinum og forriturum, svo hægt sé að ganga úr skugga um að hönnunin standist kröfur verkefnisins.

Eftir hugmynda- og rannsóknastigið byrjum við að búa til hraðvirka “wireframes”, eins konar drög að lausninni sem viðskiptavinurinn þarfnast. Með þessum “wireframes” getum við athugað virknina sem við höfum skilgreint með framendateyminu. Þau geta svo metið og athugað bestu leiðirnar til að innleiða virknina.

Endurskoðunar- og staðfestingarfundir skipulagðir áður en lausnin er kynnt fyrir viðskiptavininum

Þegar við skilgreinum nýtt flæði eða virkni höldum við “staðfestingarfundi” fyrir allt teymið; hönnuði, forritara og verkefnastjóra. Þetta er gagnlegt fyrir verkefnastjórana vegna þess að á þessum fundum geta þeir athugað hvort markmið verkefnisins séu uppfyllt og forritarar geta staðfest að hægt sé að innleiða hönnunarlausnirna sem við höfum búið til.

Communication process between teams

Sama tungumál = skýr samskipti milli teyma

Þegar kemur að hönnun er mikilvægt að samskipti séu skýr. Við verðum að tala sama tungumálið, nota sama strúktúr og sömu heiti. Við hjá 1xINTERNET erum búin að setja upp hönnunarkerfi (1xDXP) sem er grunnurinn að öllum okkar verkefnum. Forritarar fylgja alltaf sama strúktúr og sömu heiti fyrir alla íhluti (e. components).

Fyrir ári síðan byrjuðum við að nota hönnunarsniðmát í Figma, sem er okkar helsta samvinnuhönnunartól hjá 1xINTERNET. Við notum sama strúktúr og sömu heiti fyrir alla íhluti sem við ætlum að nota í nýjum verkefnum. Við höfum skilgreint FOUNDATIONS - COMPONENTS - PATTERNS - REGIONS og PAGE EXAMPLES.

Strúktúrinn og notkun þessa sniðmáts er eins í öllum verkefnunum okkar og grunnþættir eins og spjöld (e. cards), eyðublöð, fyrirsagnir, hafa verið skilgreindir af hönnunarteyminu fyrir forritarana okkar. Þetta þýðir að þegar nýtt verkefni hefst getum við skilgreint grunnana út frá vörumerki viðskiptavinarins og mjög fljótt lagt fram fyrstu drög að verkefninu í takt við vörumerkið. 

Í byrjun er best fyrir hönnunarteymið að leggja áherslu á að skilgreina virkni og lausnir sem leysa stærri markmið viðskiptavinarins en að eyða tíma í að endurskilgreina einfalda íhluti eða mynstur. Þannig verkefni er hægt að geyma þangað til í næsta skrefi, þegar viðskiptavinurinn hefur þegar samþykkt meirihluta hönnunarinnar og er ánægður með framvinduna.

Við skiljum að við þurfum að vinna hratt, að viðskiptavinir þurfa að sjá lausnir. Á þessu stigi málsins erum við að hanna hugmyndir, ekki hina fullkomnu lokaniðurstöðu. Mikilvægast er að verja tímanum í heildarhönnunina og helstu eiginleikana.

Structure and design template in Figma

Skýr strúktúr fyrir öll verkefni 

Sniðmátið okkar notar sama strúktúr fyrir öll okkar verkefni. Með því að gera þetta vita hönnuðir alltaf hvernig hvert verkefni er skipulagt, sem og verkefnastjórar og forritarar. Þegar strúktúrinn er alltaf sá sami geta meðlimir auðveldlega hoppað á milli verkefna án þess að fara í gegnum formlegt “onboarding” ferli.

 Byggðu árangursríkt Drupal verkefni með okkur

Samskipti og stöðug endurgjöf spila stóran þátt í að tryggja gott samstarfsflæði hönnuða og forritara sem vinna saman að vefverkefnum. Þegar skýrum strúktúr er viðhaldið og allir nota sömu heiti, er auðvelt fyrir bæði hönnuði og forritara að laga sig að hvaða verkefni sem er.

Þegar unnið er við “live“ Figma sniðmát, eru hönnuðir og forritarar stöðugt að eiga samskipti. Samstarf í hönnunarferlinu leiðir til hraðrar afhendingar með minni fyrirhöfn. Allir njóta góðs af þessu samstarfsflæði; viðskiptavinir sjá hlutina ganga hratt fyrir sig og verkefnastjórar geta greint vandamál snemma til að tryggja að afhending sé innan fyrirfram ákveðins tímaramma.