1xINTERNET á DrupalCon Prague 2022

6 min.
1xTEAM at DrupalCon Prague 2022

Þetta árið fór DrupalCon Europe fram í Prag, vikuna 20.-23. september. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að viðburðurinn sem við höfðum beðið eftir svo lengi sé nú að baki, en mikið óskaplega var gaman! Við vorum öll sammála um gleðina við komast á ráðstefnu í “raunheimum”, hitta fólk sem við höfum verið í tölvupóstsamskiptum við og hitt reglulega á fundum í tölvunni. Það er ekkert sem kemur í stað mannlegra samskipta, þrátt fyrir að við vinnum jú flest öll að því hörðum höndum að gera internetið að betri stað.

Síðastliðna mánuði höfðum við hjá 1xINTERNET skipulagt komu okkar á ráðstefnuna. Hanna bás, stuttermaboli og allskyns markaðs varning til að gefa gestum og gangandi. Það þurfti að undirbúa fyrirlestra sem okkar starfsfólk var með, bóka flug og hótel um leið og spennan fór stigvaxandi í hverri viku. Starfsfólk okkar streymdi til Prag víðsvegar frá Evrópu, en verandi með skrifstofur í Frankfurt, Berlín, Conil og Reykjavík og starfsfólk staðsett víðsvegar um álfuna, var þetta ekki síður skemmtilegt tækifæri fyrir okkur til að hitta samstarfsfólk sem við hittum sjaldan. Sum okkar vorum að koma á DrupalCon í fyrsta sinn og aðrir í þrettánda sinn, en allir skemmtu sér vel, lærðu nýja hluti, deildu þekkingu og kynntust nýju fólki innan Drupal geirans.

Stoltir Platínum styrktaraðilar ráðstefnunnar

Í ár, líkt og síðustu ár var 1xINTERNET einn af aðal styrktaraðilum DrupalCon Prag. Það hefur alltaf verið yfirlýst markmið okkar að gefa til Drupal samfélagsins, bæði sem styrktaraðilar á ráðstefnu sem þessari, sem Premium styrktaraðilar Drupal Association og auðvitað með okkar framlagi í að gera Drupal tæknina framsæknari og betri. 

Við fengum marga gesti á básinn okkar. Hittum gamla vini, eignuðumst nýja, tókum þátt í spennandi og áhugaverðum samræðum um Drupal, um verkefnin sem við erum að vinna að og tókum samtalið um framtíð Opna Vefsins. Mörg áhugaverð sjónarhorn og alltaf eitthvað sem skilur mann eftir með hugmyndir og spurningar í bland. 

Takk allir sem komu við hjá okkur, við hlökkum til að vera í sambandi á samfélagsmiðlum og næstu Drupal viðburðum.

Hápunktar ráðstefnunnar

Það er erfitt að útskýra DrupalCon fyrir einhverjum sem hefur aldrei upplifað slíkan viðburð. Það er svo ótrúlegt að vera partur af einhverju eins og Drupal samfélaginu, þar sem 1200 “Drupalistar” koma saman til að gefa til Drupal verkefnisins. Þar sem takmarkið er að læra af hvort öðru, deila sögum að af góðum árangri og ekki síður mistökum sem má læra af. Allir eiga það sameiginlegt að vilja tryggja bjartari framtíð fyrir Drupal og ekki síður notendur Drupal. 

Einn af hápunktum DrupalCon á hverju ári er án efa Driesnote. Í ávarpi sínu á ráðstefnunni, ræddi hann mikilvægi eignarhalds á gögnum sem dreift er um internetið. Hvernig það skiptir líka máli fyrir okkur sem einstaklinga að við tryggjum  okkar eignarhald en ekki bara stærri fyrirtæki. Á þeim tímum sem við lifum núna, þar sem öllu er deilt er mikilvægt að við séum meðvituð um hver ráði yfir okkar myndum og gögnum sem við deilum með öðrum. Þetta ætti kannski ekki að koma neinum á óvart, komandi frá Dries, sem hefur alltaf talað fyrir mikilvægi opins hugbúnaðar, sveigjanleika og fullu eignarhaldi til notenda Drupal.

“Mér er mikið í mun að góður hugbúnaður vinni. Við ættum öll að vilja að góður hugbúnaður vinni, hugbúnaður sem er opinn og sveigjanlegur, sem gefur þér ótakmarkað frelsi, er aðgengilegur, tryggi friðhelgi og sé ólæstur."

Dries Buytaert á DrupalCon Prague 2022

Driesnote DrupalCon Prague 2022

Dries for einnig yfir mikilvægi Drupal 10 uppfærslunnar (plönuð í desember 2022) og hvernig hún er mikilvægur þáttur í að gera Drupal notendavænni, auðveldari í notkun og skrefin til að taka þátt í uppbyggingunni á vef kerfinu sjálfu gerð auðveldari. 

Smelltu hér til að horfa á Dries á DrupalCon Prague 2022.

Fleiri áhugaverðir viðburðir

Fyrirlestrar frá 1x á DrupalCon Prague 2022

Aðrir hápunktar fyrir okkur hjá 1xINTERNET voru að sjálfsögðu okkar fyrirlesarar

Lara Garrido Moreno, hönnuður, Jose Nieves, og  Mónica Rodríguez Cárdenas, bæði framenda forritarar hjá 1x fóru á sitt fyrsta DrupalCon í ár.

Þau voru með fyrirlestur sem sýndi gestum hvernig þau vinna verkefni hjá 1xINTERNET. Fyrirlestur bar heitið “Flæði samstarfs milli hönnunar og framenda, við þróun á “atomic” hönnunarkerfi”. Fyrirlestrinum var vel tekið, mikið af áhorfendum, margar spurningar frá gestum í lokin og greinilegur áhugi á viðfangsefninu. Að geta deilt með öðrum hvernig við vinnum hjá 1xINTERNET var frábær reynsla fyrir þau en vonandi fá þau fleiri tækifæri til að kynna þetta frekar. 

Ef þú hefur áhuga á að skoða glærur fyrirlestursins má finna þær hér.

Dr. Christoph Breidert, einn af stofnendum hjá 1xINTERNET og Stefan Weber tæknistjóri hjá 1xINTERNET héldu fyrirlestur um það hvernig við bjuggum til micro framenda lausn fyrir mjög stóran evrópskan B2B/B2C matar söluaðila. Þeir sýndu gestum raun dæmi af vefkerfum og síðum sem við höfum verið að vinna að síðustu mánuði. 

Skoða má glærur frá fyrirlestrinum hér.

Konur í Drupal verðlaunin

Konur í Drupal verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn á DrupalCon Prag. Viðburðurinn var vel sóttur og gaman að sjá  þrjár konur heiðraðar fyrir vel unnin störf í þágu Drupal.  Vinningshafar árið 2022 voru: 

Stella Power í flokknum Scale. Stella er framkvæmdastjóri hjá Annertechog og hefur verið virk í Drupal í 15 ár. Stella er þekkt fyrir vinnu sína og framlag til Drupal samfélagsins. 

Cristina Chumillas í flokknum Define. Cristina starfar sem framendaforritari hjá Lullabot. Þekkt fyrir sjálfboðastarf sitt hjá Drupal.cat. Hún hefur verið virk innan Drupal í yfir 10 ár.

Surabhi Gokte í flokknum Build er samfélagsstjóri Srijan. Surabhi er þekkt fyrir frábæra skipulagshæfileika þegar kemur að Drupal viðburðum.

Hamingjuóskir til allra vinningshafa frá 1xINTERNET

Konur í Drupal verðlaunin voru styrkt af FFW.

Women in Drupal Awards DC Prague

Samtal við stjórn DA

Tækifæri til að hitta hluta af stjórn Drupal ( Drupal Association ) var skemmtilegt tækifæri sem gafst á ráðstefnunni. Baddy Breidert, Dries Buyaert, Imre Gmlig Meijling, Tiffany Ferris og Owen Lansbury voru öll mætt til að svara spurningum frá gestum. Þetta var frábært tækifæri til að taka þátt í umræðu um hvernig DA er stjórnað og fá svör varðandi framtíðina eða sérstök verkefni sem tengjast Drupal.

Hvað fannst okkar fólki?

“Ég var ekki alveg viss hverju ég átti von á varðandi DrupalCon, en mér fannst þetta opin, vinaleg og hvetjandi ráðstefna. Ég átti í góðum samræðum. Ég lærði helling og fór heim með hausinn fullann af hugmyndum.

Ég tók þátt í BOF umræðum og þrátt fyrir takmarkaða þekkingu, var mér vel tekið, mér fannst ég velkomin, umræður voru góðar og skiluðu mér þekkingu sem ég er þakklát fyrir. Ég get ekki beðið eftir DrupalCon Lille 2023."

Sophie Twiss, Samskipti og markaðsmál hjá 1xINTERNET á DrupalCon í fyrsta sinn

Sophie Twiss employee 1xINTERNET

“Þetta var mitt fyrsta DrupalCon, mér fannst ráðstefnan vera minn fyrsti punktur inní Drupal samfélagið. Ég elskaði hvernig forritun litaði andrúmsloftið. Með forritara á hverju horni að búa til eitthvað nýtt, laga villur og ráða saman ráðum, hvort sem það var á næsta horni, borði eða á göngunum. Ég naut þess líka hvað allir voru vinalegir og til í að deila þekkingu sinni. Ég hélt líka minn fyrsta fyrirlestur og það var frábær reynsla. Til að taka þetta saman, fannst mér ráðstefnan mjög auðgandi."

Jose Nieves, Framendaforritari hjá 1xINTERNET á DrupalCon í fyrsta sinn

José new employee photo

“Ferð mín til Prag á DrupalCon Evrópa 2022 var ótrúleg upplifun. Hafandi farið á mjög mörg DrupalCon þá er svo miklu meira sem kemur til heldur en bara fyrirlestrar, nefnilega persónuleg samskipti við aðra í Drupal samfélaginu, sem er eiginlega það sem ég hef mest gaman að. Þar sem rástefnan í ár er sú fyrsta síðan 2019 kom loksins tækifæri þar sem maður gat hitt samstarfsfólk og vini, talað við fólk á göngunum og farið í partý og út að borða, sem var auðvitað ekki hægt þegar ráðstefnan var á netinu.

Prag er falleg borg, að koma aftur til austur evrópu eftir svona mörg ár, varð til þess að maður sá mörg ný andlit sem maður hafði ekki séð áður. Ég hlakka mjög til DrupalCon Lille 2023 en fyrsta DrupalCon sem ég tók þátt í var einmitt DrupalCon Paris 2009!”

Joao Ventura, forritari hjá 1xINTERNET á DrupalCon í þrettánda sinn

1x_team_joao_light-blue.png

Þegar öllu er á botninn hvolft

DrupalCon Prag 2022 var frábær upplifun fyrir okkar stóra hóp frá 1xINTERNET. Hvort sem fólk var að koma í fyrsta eða þrettánda sinn, þá fóru allir heim reynslunni ríkari. Það ríkir mikil tilhlökkun hjá okkur öllum fyrir DrupalCon í október 2023 sem fer fram í Lille í Frakklandi. Fram að því ætlum við að halda áfram að búa til lausnir fyrir okkar frábæru viðskiptavini og deila þekkingu okkar með Drupal samfélaginu því þannig búum við til frábært vinnu umhverfi fyrir alla sem nota Drupal. 

Fleiri myndir frá DrupalCon Prague

Önnur greinar

Fréttir

Platinum styrktaraðili DrupalCon Prague árið 2022

Platinum Sponsors

Við ætlum á DrupalCon Prague 2022 og í ár erum við Platinum styrktaraðili viðburðarins.

Events

1xINTERNET at DrupalCon Europe 2021

DrupalCon Europe

This year DrupalCon Europe is taking place online. For us, living in the Drupal world it's almost...