Platinum styrktaraðili DrupalCon Prague árið 2022

Það er komið að besta viðburði ársins - DrupalCon Europe! Í þetta skiptið verður ráðstefnan haldin í Prag, dagana 20.-23. september. Við hlökkum alltaf til að mæta á þessa viðburði, þar sem Drupal samfélagið kemur saman. Þetta er fyrsta DrupalCon ráðstefnan sem haldin verður í persónu síðan heimsfaraldurinn byrjaði og það er því mikil eftirvænting í loftinu. Í ár erum við Platinum styrktaraðili ráðstefnunnar.

Við verðum um það bil 30 frá 1xINTERNET sem verðum viðstödd DrupalCon Prague. Að auki munu nokkur úr teyminu okkar halda fyrirlestra og við hvetjum alla til að mæta og hlusta.

1xTALKS á DrupalCon Prague 2022

Baddy Sonja Breidert, forstjóri og meðstofnandi 1xINTERNET, situr í stjórn Drupal samtakanna og mun taka þátt í Drupal Association Community Chat ásamt Dries Buytaert og öðrum stjórnarmeðlimum. Þetta spjall er fastur liður í DrupalCon þar sem hægt er að læra um þessi non-profit samtökin og hvernig þau stuðla að Drupal samfélaginu. Áhorfendur eru hvattir til að mæta með spurningar!

Lara Garrido Moreno, Jose Nieves, og Mónica Rodríguez Cárdenas gefa okkur innsýn í samspilið milli hönnunar og framenda þegar verið að þróa hönnunarkerfi fyrir verkefni. Lara er hönnuður hjá 1xINTERNET og José og Monica eru hluti af framendateyminu okkar.

Dr. Christoph Breidert, meðstofnandi og framkvæmdastjóri 1xINTERNET, mun tala um hvernig við bjuggum til micro-framendalausn fyrir evrópskt B2B/B2C stórfyrirtæki í matvælaiðnaðinum. Hann mun einnig sýna dæmi af fullbúnum vefsíðum.

#BuildingYourDigitalFuture

Ef þú ert á leiðinni á DrupalCon í Prag, kíktu við hjá okkur! Við verðum staðsett í bás 10 og bjóðum þér að koma og spjalla við teymið okkar, slappa af, fá þér léttar veitingar, læra meira um 1x, hlaða símann þinn OG taka þátt í áskoruninni okkar - það eru flottir vinningar í boði! Ef heppnin er með þér, gætir þú mögulega séð einhver skemmtiatriði!

Komdu við til að hlaða hugann og tækin.

Við erum svo spennt að hitta alla á DrupalCon Prague og taka þátt í Drupal samfélaginu!

Allt klárt til vinnings - fylgdu okkur á samfélagsmiðlum

Nokkrar af 1xDXP lausnunum okkar

Fjölsíðukerfi byggt á opnum hugbúnaði

Kjarna CMS kerfi tengt við þrjár vefsíður og mismunandi umhverfi

Fjölsíðulausnin okkar er byggð á opnum hugbúnaði og gerir þér kleift að búa til margar vefsíður með einum kóðagrunni. Með lausninni er hægur leikur að búa til efni og dreifa því á alla vettvanga, hafa umsjón með öllu á einum stað og hægt er að tryggja stöðuga upplifun af vörumerki á mörgum vefsíðum.

Lesa meira um þetta: Fjölsíðukerfi byggt á opnum hugbúnaði

1xDXP - Innranet

Intranet software screenshot

Við hjá 1xINTERNET aðstoðum þig við að setja upp upplýsingaflæði innan fyrirtækisins með öflugri innranetslausn. 

Lesa meira um þetta: 1xDXP - Innranet

Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði

Efnisgreinar (e. content sections) með “drag-and-drop” virkni

CMS-lausn fyrir fyrirtæki, byggð á opnum hugbúnaði. 90% af eiginleikum og virkni tilbúin beint úr kassanum. Hún er áreiðanlegur vettvangur sem einfaldar efnissköpun og umsjón efnis, einfaldar vinnuflæði, gerir samvinnu skilvirkari og tryggir samræmda upplifun af vörumerki, sveigjanleika og öryggi.

Lesa meira um þetta: Vefumsjónarkerfi byggt á opnum hugbúnaði