Af hverju er það góð fjárfesting að nota Drupal vefkerfi sem er tilbúið með grunn sem allir nota

6 min.
Lógó Try Drupal

Drupal er viðamikið vefumsjónarkerfi með miklum möguleikum þegar kemur að því að aðlaga það það mismunandi kröfum notanda. Að stilla það á réttan hátt getur getur reynst krefjandi vegna fjölda möguleika sem standa til boða. Til að komast hjá þessu, byggjum við aldrei vefkerfi frá grunni. Öll verkefni hjá 1xINTERNET eru sett upp með Drupal vefkerfi sem er tilbúið til notkunar með helstu virkni sem við höfum sett saman í eitt kerfi byggt á reynslu okkar síðastliðin 10 ár eftir vinnu með Drupal.

Nálgun okkar er mjög í takt við framtíðarsýn Dries Buytaert um nýja nálgun á Drupal vefkerfi kallað Starshot, sem kynnt var á DrupalCon Portland 2024. Drupal Starshot mun verða sameiginlegur upphafspunktur metnaðarfullra forritara til að nýta Drupal til fulls þegar kemur að getu og möguleikum. 

Vefkerfið okkar er öllum opið og auðvelt að prófa. Prófaðu það núna!

Þessi grein er sú fyrsta í röð greina þar sem við munum deila reynslu okkar við að byggja upp tilbúið Drupal vefkerfi þannig að reynsla okkar og vinna gæti mögulega nýst Starshot verkefninu.

Stilling Drupal getur reynst flókin

Drupal eina vefkerfið sem byggt er á opnum hugbúnaði með möguleika fyrir stærri fyrirtæki. Það hefur verið á markaðnum í meira en 20 ár. Fyrir utan þá staðreynd að Drupal má nota án þess að borga leyfisgjöld, stafa vinsældir þess af víðtækum aðlögunar möguleikum.

Drupal er hægt að nota sem höfuðlaust vefkerfi vegna API arkitektúrsins eða sem hefðbundið vefkerfi sem skilar samtengdum framenda ásamt bakenda þess.

Drupal er öflugt kerfi sem hægt er að sníða að mörgum sérstökum notkunartilvikum. Sumir af þeim algengustu eru taldar upp hér að neðan.

Skjáskot frá mismunandi vefsíðum

Algeng notkunartilvik

Fyrirtækja síður

Margar stofnanir nota Drupal fyrir fyrirtækjavefsíður sínar. Öflugir eiginleikar fyrir stjórnun efnis, sérhannaður framendi, sveigjanleiki og samþættingar valkostir gera það hentugt til að stjórna flóknu skipulagi á efni og  þjóna fjölbreyttum notenda þörfum.

Vefverslanir

Með hjálp eininga eins og Drupal Commerce, getur Drupal orðið að öflugu vefverslunarkerfi. Það býður upp á stjórnun á vörulistum, innkaupakörfu og öruggar greiðsluleiðir.

Innri vefir og samskipta vefir

Möguleikar sem stjórnendur vefsíðna hafa er góð í Drupal og eiginleikar þess að byggja upp vefi með áherslu fólk og hópa gera það hentugt til að búa til innri vefi sem auðveldar samskipti og samvinnu meðal meðlima.

Fræðslu vefsíður

Öflugt kerfi Drupal fyrir notenda heimildir og skipulag á efni gerir það vel til þess fallið að byggja upp fræðsluvefsíður og kerfi fyrir stjórnun námi.

Ríkisgáttir

Ríkisstofnanir og opinberar stofnanir nota oft Drupal til að byggja upp vefsíður og gáttir til að veita netþjónustu og eiga samskipti við borgara. Aðgengis eiginleikar Drupal, fjöltyngis stuðningur og öryggisstaðlar gera Drupal að vinsælu vali fyrir opinbera vefsíður.

Vefsíður félagasamtaka

Sjálfseignarstofnanir, góðgerðarsamtök og ýmis starfandi félög nota Drupal til að búa til vefsíður sem sýna verkefni þeirra, eiga samskipti við stuðningsmenn og hafa umsjón með framlögum á netinu.

Drupal vefkerfið er einnig vinsælt meðal markaðfólks og útgefenda og býður upp á fjölþætta lausn til að búa til grípandi lendingasíður og öflugan fjölmiðla- og útgáfu vettvang.

Skilvirk stjórnun á efni, sveigjanleg hönnun, SEO möguleikar, einföld stjórn á myndefni og samþætt mælingar- og greiningartæki eru auðveld í notkun til að stjórna margmiðlunarefni á skilvirkan hátt og byggja upp aðlaðandi vefsíður.

Hvert ofantalið hefur mismunandi kröfur og oft eru margir möguleikar á því hvernig hægt er að uppfylla kröfurnar. Skoðaðu lausnirnar sem við höfum smíðað fyrir viðskiptavini okkar.

Fyrir þróunaraðila sem vinna einir eða lítil teymi getur verið erfitt að fylgjast með þróuninni á mismunandi sviðum. Þetta leiðir til óþarfa áhættu við gerð verkefna og átak við þróunina verður stærra.

Endurnýting er betri en að finna upp hjólið

Þegar hugbúnaður sem er búinn til er byggður á sérfræðiþekkingu annarra verður ferlið öruggara og skilvirkara í samanburði við að byggja upp virkni frá grunni.

Að nýta það besta frá öðrum gerir forriturum einnig kleift að einbeita sér að nýjum hlutum innan hugbúnaðarins sem þeir eru að vinna að, því smáatriðin hafa verið leyst annars staðar.

Að nota tilbúið forstillt kerfi býður upp á nokkra kosti:

Helstu kostir þessa að nota fullstillt Drupal vefumsjónarkerfi

Hins vegar er aðeins hægt að endurnýta hugbúnað sem aðrir hafa búið til ef hann er búinn til á almennan og endurnýtanlegan hátt.

Þegar þú endurnýtir hugbúnað sem aðrir hafa búið til, ættirðu líka að leggja til viðbætur eða nýja virkni til baka, svo aðrir geti endurnýtt þinn hugbúnað. Þetta getur verið erfitt, því forritarar geta ekki svo einfaldlega framleitt hugbúnað fyrir ákveðin notkunartilvik heldur verða þeir að hugsa um aðra sem nota hugbúnaðinn þeirra líka.

Þetta á bæði við um lítil hugbúnaðarteymi sem vilja verða skilvirkari við gerð hugbúnaðar sem og stór hugbúnaðarverkefni eins og Drupal þar sem þúsundir þróunaraðila eru í samstarfi.

Fyrir opinn hugbúnaðarverkefni eins og Drupal getur verið erfitt að finna rétta jafnvægið fyrir þróunaraðila og fyrirtæki sem endurnýta kóðann og leggja til endurbætur og nýja virkni til baka í verkefnið.

Hvernig við notum “Try Drupal” í þróun og ráðgjöfi

Til að verkefni gangi vel þarf traustan grunn og það er þar sem okkar tilbúna Drupal vefkerfi kemur til sögunnar. Try Drupal er vefkerfi sem inniheldur 90% af algengustu eiginleikum og virkni úr kassanum og er tilbúið til notkunar.

Í öllum Drupal verkefnum sem við höfum komið að er 80% af virkninni sú sama og hægt er að setja hana upp áður en raunveruleg verkefnavinna hefst. Dæmi um stillingar sem erfitt er að setja upp en venjulega er hægt að endurnýta án mikilla breytinga eru ritstjórnar réttindi, uppsetning á valmöguleikum tungumála, leit, verkflæði innan vefs, netverslun, SEO og fleira.

Fyrir utan að endurnýta stillingar er mikilvægasti þátturinn í hverju verkefni að byggja með endurnýtanlegri framenda tækni.

Við höfum búið til framenda með vinsælustu hlutum nútíma vefsíðna og einingum sem má endurnýta ásamt öflugu þema byggt á Tailwind CSS og hönnunarkerfi byggt á vef einingum.

Auk þess að nota byrjunarbúnaðinn sem hefðbundið vefkerfi er einnig hægt að nota það sem höfuðlaust kerfi með því að nota GraphQL virkni Drupal. Einnig er hægt í þessu tilviki að endurnýta hönnunarkerfið til að byggja upp framenda.

Alltaf þegar við búum til nýja virkni í okkar verkefnum metum við hvort hægt sé að bæta almennri útgáfu við Drupal til að nýta virknina í öðrum verkefnum.

Til að gera vefkerfið okkar aðgengilegt höfum við búið til kynningu á því sem er notuð af forriturum okkar, verkefnastjórum, sölusérfræðingum og markaðsfólki til að skoða og kynna nýjustu og glæsilegustu útfærslu af Drupal vefkerfinu. Horfðu á myndbandið hér að neðan til að læra meira um tilbúna Drupal kerfið okkar.

Video file

Að hafa alltaf til tilbúna nýjustu útgáfu af vefkerfinu hefur líka hjálpað okkur við að tryggja innanhúss þekkingu á kerfinu og gert það að verkum að allir eru meðvitaðir um það hvað er nýjasta nýtt í þróun okkar.

Við sýnum líka kerfið þegar við hittum nýja viðskiptavini því það er miklu auðveldara að sýna virkni en að útskýra hana.

Forstillta Drupal vefkerfið okkar er smíðað með prófunar- og endurskoðunar hugbúnaðinum Qaack sem aðgengilegt almenningi.

Try Drupal

Við hvetjum þig til að prófa tilbúnu útgáfuna af Drupal vefkerfinu! Ef þú hefur einhverjar spurningar eða athugasemdir skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur.

Deila grein

Fleiri greinar

Fréttir

1xINTERNET sýnir stuðning við Drupal Starshot

Driesnote Drupal Starshot Portland 2024

Dries kynnti Starshot, verkefni sem miðar að því að búa til uppsett vefumsjónarkerfi svo búa megi...

4 min.
Ítarefni

MVP nálgun fyrir vefverkefni

Þrír hringir sem skarast og sýna “MVP” nálgun

Hjá 1xINTERNET notum við MVP (e. Minimum Viable Product) nálgun til að skila af okkur árangursríkum...

5 min.