Breytingar gerðar í framenda með Drupal

Á stafrænum tímum, skiptir efni sköpum. Eigendur og ritstjórar vefsíðna standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að skrifa og uppfæra efni frá degi til dags. Hvort sem það er persónulegt blogg, fyrirtækjavefsíða eða vefverslun, er ekki hægt að ofmeta mikilvægi þess að skrifa gott efni.
Það hefur aldrei verið meiri þörf á að útvega ritstjórum gott verkfæri til að sinna sinni vinnu. Áður fyrr þurftu ritstjórar efnis að gera breytingar í bakenda vefsíðunnar. Í dag hafa vefumsjónarkerfi þróast eftir kröfum notenda og geta ritstjórar auðveldlega gert breytingar í framenda síðunnar og séð breytingar á efni um leið og það er vistað.
Í þessari grein ætlum við að útskýra hvernig vefstjórar geta einfaldað sér vinnuna með því að gera breytingar á efni í framenda. Einnig munum við gefa ykkur ykkur dæmi um einingar (e. modules) sem auðvelt er að bæta við í Drupal.
Hvað er breyting á efni í framenda
Breyting á efni í framenda, einnig þekkt sem “in-place editing” eða “inline editing” er notendavæn aðferð við stjórnun á efni. Það gerir ritstjórum kleift að breyta efni beint í framenda vefsíðunnar, frekar en að fá aðgang að hefðbundnu stjórnenda viðmóti. Breyting í framenda miðar að því að einfalda breytingarferlið og veitir notendavæna upplifun á sjónrænan hátt.

Ávinningur fyrir ritstjóra þegar gerðar eru breytingar í framenda
Notendavænt viðmót
Vefkerfi sem leyfa breytingu á efni í framenda eru hönnuð með notandann í huga, þau gera ritstjórum kleift að finna og uppfæra efni auðveldlega, án þess að þurfa tæknilega þekkingu. Þessi virkni auðveldar alla innsetningu og breytingar á efni og gerir ritstjórum kleift að einbeita sér frekar að því að búa til gott efni.
Hraðari uppfærsla á efni
Breytingar í framenda dregur úr fjölda skrefa sem þarf til að uppfæra efnið. Ritstjórar geta uppfært efni fljótt, breytt útliti, sniðum og stílum beint af síðunni frekar en að þurfa að skipta fram og til baka á milli bakenda og framenda. Þessi virkni sparar tíma fyrir vefstjóra og þá sem vinna við efnis innsetningu.


Breyting í rauntíma
Breyting í framenda gerir ritstjórum kleift að sjá breytingarnar sem þeir gera í rauntíma, beint í viðmóti síðunnar. Ólíkt bakenda breytingu, þar sem ritstjórar verða að forskoða breytingar sínar sérstaklega. Þessi virkni aðveldar ferlið og tryggir nákvæmari niðurstöður.
Notendamiðuð nálgun
Ritstjórar skilja mikilvægi þess að búa til efni sem á við réttan markhóp. Breyting í framenda gerir ritstjórum kleift að taka ákvarðanir með notendamiðaðri nálgun með því að upplifa vefsíðuna eins og gestir gera. Þetta samspil gefur ritstjórum möguleika að meta upplifun notenda, gera tilraunir með útlit og hámarka efnisflæði og tryggja að efnið sé í samræmi við væntingar notenda.


Hvernig á að bæta við framenda virkni í Drupal vefumsjónarkerfi?
Drupal býður upp á nokkrar einingar (e. modules) sem auðvelda innleiðingu til að gera framenda breytingar, svo sem “Frontend Editing” eða "Paragraphs frontend UI".
Til gamans má geta “Frontend Editing” einingin (e.module) var hönnuð og þróuð af Drupal sérfræðingum hjá 1xINTERNET. Eftir margra ára reynslu við að byggja stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini okkar, áttuðum við okkur á nauðsyn þess að deila þessari virkni með Drupal samfélaginu, ásamt því að hafa hana í “Out of the box” vefumsjónarkerfinu okkar sem stendur öllum okkar viðskiptavinum til boða.
Meira um vefumsjónarkerfið okkar
Þessi eining (e. module) hefur verið hönnuð sem létt samþætting, sem starfar óháð kjarnaeiningum eins og Settings Tray, Contextual Links, eða Quick Edit. Frekar en að treysta á þessar einingar, bætir það beint við tenglum til að breyta formum eininga (e. modules) í framendanum og býður upp á hliðarstiku (e. sidebar) til að hlaða þessum formum sem “iframes”. Þessi nálgun býður upp á þann kost að tryggja samræmi í framenda og bakenda viðmóti.
Helstu eiginleikar við að gera breytingar í framenda:
- Auðveld samþætting (e. integration) við hvaða framenda sem er
- Bættu við, breyttu eða eyddu íhlutum (e. components) beint úr framendanum
- Færðu framenda íhluti á einfaldan hátt (e. components)


Nýjungar í síðastu útgáfu
Ritstjórar geta nú stjórnað breytingum í framenda með því að nota Kveikt/Slökkt rofa í notendaviðmótinu. Þessi eiginleiki gerir notendum kleift að virkja/slökkva á virkni eftir því hvað þeir vilja birta í framenda.
Til að gera virknina hraðari höfum við virkjað „sjálfvirka forskoðun“. Það gerir ritstjórum kleift að sjá breytingar í rauntíma, rétt eins og þær gerast í hliðarglugganum án þess að þurfa að vista efnið og endurhlaða síðunni.
Með því að setja upp þessa einingu (e. module) eykur þú ekki aðeins virkni vefumsjónarkerfisins, heldur veitir þú ritstjórum þínum notendavæna upplifun.
Fleiri greinar
Content templates module in Drupal

When it comes to building a successful website, content creation plays an essential role. However...
Decoupled search with Drupal Search API

We have added a fully working Javascript client to Search API Decoupled. See it in action and read...