Samstarfsaðili Pantheon

Pantheon & 1xINTERNET

Pantheon er einn af leiðandi WebOps vettvangsveitendum. Við höfum unnið með Pantheon síðan árið 2018 með það að markmiði að hjálpa viðskiptavinum okkar að leysa flókin stafræn vandamál. 

Meira um Pantheon

Lógó Pantheon

Sameiginlegt markmið okkar

Sameiginlegt markmið okkar er að nýta allt það sem Drupal hefur upp á að bjóða, búa til sveigjanlega þróunarinnviði og framúrskarandi hýsingarlausnir fyrir alla viðskiptavini okkar.

Pantheon setti af stað hugmyndina um WebOps, sem gerir teymum kleift að þróa vefsíður, prófa þær og gefa breytingar út hraðar og á öruggari máta. Saman búum við til lausnir sem styðja viðskiptavini okkar á stafrænni vegferð.

Ræðum þínar hugmyndir

Lógó frá Pantheon og 1xINTERNET

Samstarf með Pantheon

1xINTERNET er "Pantheon Premier Partner". Samstarfið stuðlar að vexti okkar og Pantheon og gerir okkur kleift að hámarka markaðsáhrif. Við sameinum sérfræðiþekkingu okkar til að búa til ný tækifæri, bæta þjónustuframborð og styrkja fyrirtæki í þróun á stafrænum markaði.

Meira um samstarf okkar

 

Pantheon samstarfsmerki

FRÁ PANTHEON

"1xTeam er magnaður hópur Drupal sérfræðinga..."

“1xINTERNET teymið er magnaður hópur skapandi og samvinnuþýðra Drupal sérfræðinga sem hafa það að markmiði að búa til framúrskarandi lausnir fyrir viðskiptavini sína. Þau deila ástríðu Pantheon fyrir frjálsum hugbúnaði og fyrir því að nýta WebOps til að auka afköst, frammistöðu og áhrif fyrir markaðsfólk, hönnuði og forritara.”

Jeff Siegel, VP of Partnerships, Pantheon

Hvað er sérstakt við Pantheon?

Pantheon er einnig á meðal áreiðanlegustu hýsingaraðila fyrir Drupal vefsíður á markaðnum. Allar vefsíður sem eru hýstar hjá Pantheon græða á því að lausnin þeirra er samnýtt (multitenant) og sett saman af einingum sem kallast "containers" (container-based architecture). Pantheon hýsingin er byggð á Google Cloud Platform.

Öryggi og frammistaða eru forgangsatriði hjá Pantheon. Sérhver síða sem er hýst hjá Pantheon fær einnig fínstilltan tæknipakka til að ganga úr skugga um að síðurnar séu eins hraðskreiðar og öruggar og hægt er.

Gagnageymslur Pantheon eru staðsettar í Kanada, Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Pantheon sér til þess að allar síður og allt sem því viðkemur, t.d. gagnagrunnar, vefvélar og fleira, sé hýst á því svæði sem uppsetning átti sér stað. Allar gagnaflutningar eru í samræmi við GDPR og aðrar reglur um gagnaflutning.

Meira um vefhýsingu hjá Pantheon

Pantheon hýsingarinnviði

Meira um Pantheon

Pantheon vörur

Hágæðalausnir fyrir vefhýsingu, þróun og stjórnun.

Meira um vörur Pantheon

Pantheon þjónusta

Fagteymi sem aðlagar sig að þörfum viðskiptavinarins.

Meira um þjónustu Pantheon

Verkferlar Pantheon

Skipulagðir og sveigjanlegir verkferlar sem stuðla að samvinnu milli teyma.

Meira um verkferla Pantheon